Almannatryggingar

Föstudaginn 12. desember 2003, kl. 14:25:13 (3293)

2003-12-12 14:25:13# 130. lþ. 49.12 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, GÓJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 130. lþ.

[14:25]

Guðjón Ólafur Jónsson:

Hæstv. forseti. Með samþykkt þessa frv. er verið að tryggja öryrkjum þessa lands mestu réttarbætur sem þeir hafa fengið í áratugi. Hér stendur stjórnarandstaðan enn einu sinni berstrípuð í þessu máli eftir allt lýðskrumið og treystir sér ekki til þess að samþykkja þessar miklu réttarbætur. Það er gott og hollt fyrir öryrkja þessa lands að vita það. Ég segi já. (ÖJ: Framsókn á að skammast sín.)