Almannatryggingar

Föstudaginn 12. desember 2003, kl. 14:28:31 (3294)

2003-12-12 14:28:31# 130. lþ. 49.12 fundur 418. mál: #A almannatryggingar# (aldurstengd örorkuuppbót) frv. 130/2003, GÞÞ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur, 130. lþ.

[14:28]

Guðlaugur Þór Þórðarson:

Virðulegi forseti. Það er athyglisvert að fylgjast með stjórnarandstöðunni í þessu máli. Þeir tala hér réttilega um að þetta séu einar bestu bætur ef ekki þær mestu sem öryrkjar hafa nokkurn tímann fengið. En ef allir greiddu atkvæði eins og stjórnarandstaðan hér í dag þá fengju öryrkjar engar bætur og ég vek athygli á því. Þingmaðurinn segir já.