Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:00:27 (3337)

2003-12-13 11:00:27# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:00]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Herra forseti. Hv. allshn. sat á löngum fundum út af þessu máli. Formaður nefndarinnar, Bjarni Benediktsson, fór yfir ákvæði greinarinnar með okkur, hinum nefndarmönnunum, lið fyrir lið. Hver einasta grein var rædd, reynt var að ná samkomulagi um það hvaða breytingar hv. þm. í nefndinni vildu gera á frv. Hluti af þeim brtt. sem hér eru inni kom frá hv. þingmönnum Samf. í nefndinni. Án þess að við nefnum nein nöfn í þessu sambandi sem er alveg óþarfi er alveg ljóst að þingmenn Samf. í allshn. lögðu áherslu á tilteknar breytingar og héldu því opnu alveg þangað til á síðasta fundi að hugsanlega næðist sátt um það að Samf. stæði að þessu máli. Tillagan sem hv. formaður lagði fram var tillaga frá honum. Hún var ekki í nafni meiri hlutans og þar var formaður allshn. búinn að safna saman öllu því sem fram hafði komið á fundum nefndarinnar.