Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:03:58 (3340)

2003-12-13 11:03:58# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:03]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Bjarna Benediktssyni fyrir að koma hingað og greina frá því að hann flytti sínar eigin tillögur. Ég hef ekkert meira um þennan tillöguflutning að segja. Það er hárrétt að við fórum yfir hverja grein með fulltrúum frá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins og með fulltrúa fjmrn. Við komum strax með athugasemdir við allar greinar. Við vildum vita hvar málið lægi, hverju væri hægt að breyta og hverju ekki.

Það var ákveðið prinsippmál sem alls ekki mátti breyta og það var alveg ljóst frá upphafi að ef það yrði þannig mundi á því steyta. Það var ljóst frá upphafi. Við skulum hafa það á hreinu.