Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:13:48 (3349)

2003-12-13 11:13:48# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SKK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:13]

Sigurður Kári Kristjánsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það breytir því ekki, hv. þm., að hér hafa ekki verið færðar fram neinar efnislegar athugasemdir við frv. Það vantaði ekki stóryrðin þegar við vorum að ræða málin í nefndinni. Hv. þm. gerði efnislegar athugasemdir við frv. en kýs hins vegar að nefna þær ekki hér. Ég get upplýst að það er alveg hárrétt sem hv. þm. Páll Magnússon hefur upplýst, þingmaðurinn ræddi það að gerðar yrðu breytingar á frv. til að tryggja að formenn stjórnmálaflokka sem ekki sætu á þingi fengju samt sem áður þá uppbót sem frv. gerir ráð fyrir. Hins vegar kýs hv. þm. að gera ekki grein fyrir þessari efnislegu athugasemd sinni hér í þingsalnum, heldur lætur við sitja að gera það í nefndinni.

Eftir stendur að hv. þm. gerir engar efnislegar athugasemdir við frv. heldur einungis verklagið.