Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:32:12 (3353)

2003-12-13 11:32:12# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:32]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Skil ég hæstv. forsrh. rétt, er þá eingöngu verið að ræða um lífeyrisskuldbindingar? Frv. felur í sér miklu hærri kostnað, það gefur augaleið. Ég hélt að nánast hvert mannsbarn sem hefur lokið grunnskólaprófi í stærðfræði sæi að frv. felur í sér mun meiri kostnað en 1--2 millj. eða 6 millj. Ég veit ekki hvor talan er nær lagi. Var þá eingöngu verið að fjalla um lífeyrisskuldbindingar á næsta ári, 2004, í umræddri frétt?