Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:34:04 (3355)

2003-12-13 11:34:04# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:34]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þessar upplýsingar. Það verður fróðlegt að bera þær upplýsingar sem komu fram í fréttatímunum frá hæstv. forsrh. saman við þá útreikninga sem mér skilst á hv. formanni allshn. að við fáum síðar í dag, þ.e. ef ég skildi hann rétt. Það verður fróðlegt að bera þetta saman og sjá hver endanleg niðurstaða verður. En ég stend fastur á því að þegar menn ætla að gera frv. að lögum eiga þeir nokkurn veginn að gera sér grein fyrir kostnaðinum fyrir fram.