Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:36:35 (3358)

2003-12-13 11:36:35# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, GÓJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:36]

Guðjón Ólafur Jónsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér fannst hv. þm. ekki svara spurningunni. Má búast við því að hv. þm. styðji frv. á morgun og verði kannski andsnúinn því á mánudag? Það verður kannski dagaspursmál eftir því hvenær atkvæði verða greidd um frv. í þinginu hver afstaða hv. þm. er. Hvernig datt hv. þm. í hug að flytja eitthvert frv. sem hann hafði ekki hugmynd um hvaða kostnaðarafleiðingar hefði í för með sér fyrir ríkissjóð?