Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:41:57 (3363)

2003-12-13 11:41:57# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:41]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Það er óeðlilegt að stjórnvöld launi formönnum stjórnmálaflokka. Ég fer ekkert ofan af því. Ég tel að stjórnvöld eigi ekki að gera það. Ef á að launa formönnum stjórnmálaflokka sérstaklega eiga sjálfir stjórnmálaflokkarnir að gera það. Það er miklu eðlilegra og ég er sammála Heimdalli þar. Ég stend við það.

Mér finnst miklum mun eðlilegra að styrkja með beinum hætti stjórnmálaflokka í stað þess að launa forustumönnum, trúnaðarmönnum. Hvað verður í næsta frv., gjaldkeri eða eitthvað þess kyns? Ég fullyrði að þetta ákvæði er algjörlega óeðlilegt (Gripið fram í.) og það er óforsvaranlegt að það sé í lögum.