Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:44:27 (3365)

2003-12-13 11:44:27# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:44]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Frú forseti. Ég get tekið undir það að hann hafi staðið sig með prýði framan af. En lokaafgreiðsla málsins er algjörlega óásættanleg, að ætla að nota þetta ákvæði sem svipu á stjórnarandstöðuflokkana, ef þeir ganga ekki að þessari mjög óeðlilegu greiðslu til formanna stjórnmálaflokka, ef þeir styðja ekki frv. í heild sinni, falli þetta út. Það gengur ekki upp að nota þetta ákvæði sem svipu. Ég skil það ekki og ég óska eftir því að formaður allshn. skýri þessa afstöðu sína. Staðan var sú að ef allir mundu styðja frv. mundi þetta ákvæði falla út og ef svo er ekki yrði það inni. Ég skil þetta ekki. Mér finnst þetta bara vitleysa.