Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 11:47:44 (3368)

2003-12-13 11:47:44# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, PM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[11:47]

Páll Magnússon (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Sigurjón Þórðarson segir í Fréttablaðinu í dag um það mál sem hér er rætt, með leyfi forseta: ,,Mér finnst ég hafa verið hafður að fífli.`` Þessi hv. þm. flutti þetta mál, talaði fyrir því í fjölmiðlum og hefur nú lagst gegn því, fyrst og fremst vegna ákvæðis um 50% álag á formenn stjórnarandstöðuflokka.

Þá er spurt: Hver hafði hv. þingmann að fífli? Það hlýtur að hafa verið formaður Frjálsl. sem samþykkti framlagningu frv. fyrir hönd Frjálsl.