Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 12:29:38 (3383)

2003-12-13 12:29:38# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, MS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[12:29]

Magnús Stefánsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég á ekki sæti í allshn. þannig að ég get ekki tjáð mig um það sem þar fór fram en ég ætla ekkert að setja út á lýsingar hv. þingmanns í þeim efnum. Ég hins vegar treysti mjög vel fulltrúum stjórnarliða sem þar vinna og sérstaklega formanni nefndarinnar sem hefur að mínu mati stýrt þessu máli mjög vel.

Hvað þýðir að heimila framlagningu máls? Það er eitthvað sem hver þingflokkur verður að eiga við sig en ég verð hins vegar að segja að það er mjög athyglisvert að flm. máls eins og í þessu tilfelli skuli lýsa því yfir áður en málið hefur hlotið lokaafgreiðslu að þeir muni ekki standa að því. Ég vil halda því til haga hér og það er auðvitað mjög sérkennilegt og gerist varla á Alþingi nema í algjörum undantekningartilfellum. Ég man reyndar ekki eftir slíku tilfelli eftir að ég byrjaði störf hér.