Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 14:11:44 (3411)

2003-12-13 14:11:44# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, Frsm. meiri hluta BjarnB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[14:11]

Frsm. meiri hluta allshn. (Bjarni Benediktsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í frv. eru fjórir hópar sem frv. hefur fyrst og fremst áhrif á. Það er verið að fjalla um alþingismenn, ráðherra, hæstaréttardómara og embætti forseta Íslands. Kaflarnir í frv. eru alveg klárir hvað þetta snertir. Af þeirri ástæðu hefur samantektin verið byggð á þessu.

Eflaust er hægt að fara út í endalausa útreikninga á áhrifum frv. fyrir einstaka aðila. En ég hef talið að það mundi ekki gagnast í þeirri umræðu sem við erum að reyna að taka hér.