Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 14:23:35 (3417)

2003-12-13 14:23:35# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SigurjÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[14:23]

Sigurjón Þórðarson (andsvar):

Herra forseti. Ég er búinn að svara þessu fyrr hér í umræðunni. Ég ítreka að ég ætla ekki að taka þátt á málfundarleik hérna með þessum ungu mönnum.

Málið er að ég tel, og fullyrði það, að allshn. hafi keyrt þetta mál í gegn án þess að fara ítarlega yfir það og reyna til hins ýtrasta að ná samkomulagi. Við það stend ég. Ég orðaði það eflaust með slíkum hætti við fréttamenn í gær að mér fyndist maður vera hafður að fífli með því að taka þátt í svona fundastarfi. Ég stend við það.