Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 14:24:16 (3418)

2003-12-13 14:24:16# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, PM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[14:24]

Páll Magnússon (andsvar):

Hæstv. forseti. Enn skýtur hv. þm. sér undan því að svara hver hafði hann að fífli. Hver hafði hv. þingmann að fífli? (SigurjÞ: Ég er búinn að svara þessu.) Nei, nei, þú svaraðir því ekki neitt. Það svar kemur auðvitað ekki enda liggur það alveg beint við. Það var formaður Frjálsl. Samkomulag lá fyrir, það hefur ítrekað komið fram. (Gripið fram í.) Það kynnti hv. þm. í fjölmiðlum á fimmtudagskvöld, það lá fyrir samkomulag milli allra stjórnmálaflokka á Alþingi, formanna þeirra, um að leggja málið fram. Þess vegna hlýtur hv. þm. að hafa tekið að sér að vera meðflutningsmaður þess. Hann áttar sig síðan á því að hann er á móti málinu, hv. þingmaður.

Eftir stendur auðvitað ósvarað: Hver hafði hv. þm. að fífli?