Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 14:35:24 (3425)

2003-12-13 14:35:24# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[14:35]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég gat þess, að ég ætla mjög skýrt, að persónulega vildi ég ganga lengra en þetta frv. kveður á um. Ég vona að allur þingheimur hafi veitt því athygli.

Það er þannig, virðulegi forseti, að þegar hæstaréttardómari fær lausn frá starfi eru honum tryggð full laun og það er tryggt á grundvelli 61. gr. stjórnarskrárinnar. Þannig er það í framkvæmd að þeir hafa full laun. Ég hef lýst þeirri skoðun minni, hún er alveg skýr, að hafi maður starfað langan tíma sem forsrh. þá sé það brýnt að hann geti með fullri reisn gengið frá starfinu á fullum launum. Það er mín persónulega skoðun.