Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 15:03:35 (3434)

2003-12-13 15:03:35# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, JBjart (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[15:03]

Jónína Bjartmarz (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að leitast við að svara og finnst ekki svaraverð orð hv. þm. Marðar Árnasonar um að ég hafi með orðum mínum verið að kasta rýrð á almenning eða verkalýðsforingjana. Ég veit ekki til þess að ég hafi gert það í ræðu minni og finnst það ekki svaravert. En hvað varðar það að við höfum fallið frá þessu með 15% þá var almenn samstaða um það, líka meðal fulltrúa Samfylkingarinnar í allshn. Það voru allir sammála um það að hækka ekki 15% í 20%. Menn höfðu ekki verið að biðja um launahækkanir. Það var ekki bara að meiri hlutinn legði það til, það voru allir sammála um að svo væri til að við gætum haldið okkur við meginprinsippin í frv. sem var ekki að hækka launakjör þingmanna og eru ekki að hækka launakjör þingmanna. Það var misskilningur sem fór út í samfélagið.