Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 15:33:20 (3449)

2003-12-13 15:33:20# 130. lþ. 50.2 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[15:33]

Halldór Blöndal (andsvar):

Frú forseti. Ég ætla ekki að fara í getgátur um það hversu lengi einstakir menn kunni að vera forsrh. í framtíðinni. Ég vil á hinn bóginn ítreka það sem hefur verið margsagt áður að í þessu frv. er því slegið föstu að forsrh. skuli fá eftirlaun með sambærilegum hætti og forseti Íslands. Forsrh. er æðsti og valdamesti maður landsins, sá sem mest reynir á, og við teljum ýmsir að það sé eðlilegt að hann njóti að þessu leyti ekki verri kjara hlutfallslega en forseti lýðveldisins en þá verður að hafa í huga að forseti lýðveldisins er með nær helmingi hærri laun. Við erum því síður en svo að tryggja forsrh. sambærileg laun við forseta í krónum talið, einungis að reiknireglan sé hin sama.