Þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður

Laugardaginn 13. desember 2003, kl. 16:54:49 (3475)

2003-12-13 16:54:49# 130. lþ. 50.12 fundur 186. mál: #A þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnaður# (breytt kjördæmaskipan o.fl.) frv. 138/2003, Frsm. BjarnB
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 130. lþ.

[16:54]

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. frá allshn. um frv. til laga um breytingu á lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið. Í frumvarpinu er lagt til að reglur um þingfararkostnað, þ.e. húsnæðis- og dvalarkostnað, alþingismanna sem búsettir eru á Suðurnesjum verði þær sömu og gilda um aðra þingmenn Suðurkjördæmis.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerð er grein fyrir í sérstöku þingskjali. Ég ætla að fara yfir þær helstu, með leyfi forseta:

1. Lagt er til að tekinn verði af allur vafi um það hvaða svæði falla undir hugtakið ,,Reykjavík og nágrenni`` með því að tilgreina í staðinn Reykjavíkurkjördæmi suður og norður og Suðvesturkjördæmi.

2. Lagt er til að um rétt alþingismanna til launa í fæðingar- og foreldraorlofi fari samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 95/2000.``

Að öðru leyti tel ég að nál. skýri sig sjálft. Ég ætla ekki að fara yfir það í smáatriðum.