Eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara

Mánudaginn 15. desember 2003, kl. 12:58:34 (3505)

2003-12-15 12:58:34# 130. lþ. 51.4 fundur 447. mál: #A eftirlaun forseta Íslands, ráðherra, alþingismanna og hæstaréttardómara# frv. 141/2003, SigurjÞ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur, 130. lþ.

[12:58]

Sigurjón Þórðarson:

Herra forseti. Þegar farið var af stað með frv. var lagt upp með að það væri í samstarfi allra stjórnmálaflokka. Ég taldi og tel enn að ef heiðarlega væri staðið að málum hefðu allir flokkar áhrif á þær breytingar sem yrðu á frv. Sú varð ekki raunin í allshn. þingsins. Í stað þess fóru fulltrúar Framsfl. og Sjálfstfl. í meirihlutaleik, samþykktu sínar brtt. og tóku í engu tillit til óska minni hlutans. Ég lít því svo á að frv. sé alfarið á ábyrgð stjórnarflokkanna og segi nei.