Fundargerð 130. þingi, 133. fundi, boðaður 2004-07-05 15:00, stóð 15:00:02 til 15:28:48 gert 6 8:17
[prenta uppsett í dálka] [<-][->]

133. FUNDUR

mánudaginn 5. júlí,

kl. 3 síðdegis.

Dagskrá:

Fjarvistarleyfi:

Lagt fram á lestrarsal:


Framhaldsfundir Alþingis.

[15:01]

Forsætisráðherra Davíð Oddsson las bréf forseta Íslands um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda 5. júlí 2004.


Afmæliskveðjur.

[15:02]

Forseti óskaði Guðjóni A. Kristjánssyni, 5. þm. Norðvest., til hamingju með sextugsafmælið og þakkaði honum gifturík störf í þágu þings og þjóðar.


Þinghaldið fram undan.

[15:03]

Forseti gerði grein fyrir framkvæmdum í Alþingishúsi og hvernig þær hefðu áhrif á þinghaldið fram undan.


Varamenn taka þingsæti.

[15:05]

Forseti las bréf þess efnis að Ásta Möller tæki sæti Björns Bjarnasonar, 4. þm. Reykv. n., og Ásgeir Friðgeirsson tæki sæti Katrínar Júlíusdóttur, 9. þm. Suðvest.


Tilkynning forseta um útbýtingu þingskjala.

[15:06]

[15:06]

Útbýting þingskjala:


Athugasemdir um störf þingsins.

Fjölmiðlalög og þjóðaratkvæðagreiðsla.

[15:06]

Málshefjandi var Össur Skarphéðinsson.

Fundi slitið kl. 15:28.

---------------