Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 55. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 55  —  55. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um ferðaþjónustu á Íslandi.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvert hefur hlutfall ferðaþjónustu verið af vergri landsframleiðslu á tímabilinu 1998– 2003? Í svarinu er óskað eftir samanburði við sjávarútveg og orkufrekan iðnað.
     2.      Hversu stórt hlutfall af gjaldeyristekjum þjóðarinnar hefur mátt rekja til ferðaþjónustu á sama tímabili? Í svarinu er óskað eftir samanburði við sjávarútveg og orkufrekan iðnað.
     3.      Hvert hefur verið hlutfall ferðaþjónustunnar í innlendri verðmætasköpun á sama tímabili? Í svarinu er óskað eftir samanburði við sjávarútveg og orkufrekan iðnað.
     4.      Hefur farið fram faglegur samanburður á starfsskilyrðum ferðaþjónustunnar á Íslandi og í nágrannalöndum okkar?
     5.      Hvernig er háttað rannsóknum á bættu rekstrarumhverfi greinarinnar?
     6.      Hafa verið kannaðir möguleikar á að endurskoða skilgreiningu ferðaþjónustunnar í þjóðhagsútreikningum svo að auðveldara verði að finna út raunverulegt umfang greinarinnar?


Skriflegt svar óskast.