Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 124. máls.

130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 210  —  124. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðmundar Hallvarðssonar um skyndiskoðanir Landhelgisgæslunnar.

     1.      Hvað hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar farið um borð í mörg skip á miðunum frá ársbyrjun 2000 til þessa dags?
    Á framangreindu tímabili hefur verið farið um borð í alls 1.408 skip til skoðunar af hálfu Landhelgisgæslunnar.

     2.      Hvaða helstu athugasemdir hafa komið fram við þessar skoðanir
                  a.      um öryggisbúnað,
                  b.      um lögskráningu,
                  c.      um atvinnuréttindi,
                  d.      um athugun á veiðarfærum?

    Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar (sbr. einnig fylgiskjal) eru helstu athugasemdir sem komið hafa fram eftirfarandi:

     a.      Öryggisútbúnaður. Skoðuð voru 1.035 skip. Þar af voru gerðar athugasemdir við 673 skip og af þeim voru 93 dæmd óhaffær. Samtals voru skoðuð 13.586 atriði. Helstu niðurstöður eru þessar:
                                       Athugasemdir
         Björgunarbátar     32     
         Björgunarhringir     205     
         Siglingaljós     56     
         Frífljótandi neyðarbauja     3     
         Navtex             60     
         Öryggisplan     24     
         Neyðaráætlun     16     
         Leiðari             53     
         Sjókort             170     
         Björgunaræfingar     164     
         Hlustvarsla         117     
         Nýliðafræðsla     81     
         Haffærisskírteini og skoðunarvottorð     84     án haffæris
                                       38     ekki með skjöl um borð

     b.      Lögskráning. Skoðuð voru 1.057 skip. Þar af voru gerðar athugasemdir við 120 skip. Helstu niðurstöður eru þessar:
         Skráður maður en ekki um borð     78
         Óskráður maður um borð     59
         Vantar í stöðu     32
     c.      Atvinnuréttindi. Skoðuð voru 1.057 skip. Þar af voru gerðar athugasemdir við 324 skip:
         Ekki næg réttindi     40
         Réttindi útrunnin     90
         Réttindalaus     68
         Ekki með skírteini     161
         Vantar slysavarnaskóla     2

     d.      Veiðarfæri. Skoðuð voru veiðarfæri um borð í 1.145 skipum. Þar af voru gerðar athugasemdir í 67 tilfellum. Algengustu athugasemdir voru vegna rangra eða ófullnægjandi merkinga að því er varðar línu- og netaveiðar en of smárra möskva í botnvörpum.

     3.      Eru dæmi um að sama skip hafi fengið áminningu eða því verið stefnt í land oftar en einu sinni og ef svo er, hve oft hefur það gerst og hve mörg eru skipin?
    Já, þess munu vera dæmi. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar er fjöldi skipa sem gerðar hafa verið athugasemdir við, þeim veittar áminningar, þau tekin eða kærð eftirfarandi:
     a.      Athugasemdir:
         Alls                  947
         Tvisvar sinnum     136
         Þrisvar sinnum     42
         Fjórum sinnum     29
         Fimm sinnum     3
         Átta sinnum     1

     b.      Aðvaranir/áminningar:
         Alls                  378
         Tvisvar sinnum     43
         Þrisvar sinnum     8

     c.      Tekin:
         Alls                  15

     d.      Kærð:
         Alls                  236
         Tvisvar sinnum     15
         Þrisvar sinnum     3

     4.      Hvernig hefur verið tekið á ítrekuðum brotum? Hve mörg slík mál hafa verið afgreidd og hve mörg eru óafgreidd?
    Kærum vegna brota beinir Landhelgisgæslan til hlutaðeigandi lögreglustjóra. Brotin eru skráð eftir skipum hjá Landhelgisgæslunni en ekki þeim sem er kærður og liggur því ekki fyrir flokkun eftir því hvort um er að ræða ítrekað brot eða ekki.
    Upplýsingar frá einstökum embættum lögreglustjóra um stöðu og afdrif mála þar sem um ítrekuð brot skipstjóra er að ræða liggja ekki fyrir og á þeim skamma fresti sem ráðuneytinu var ætlaður til að svara fyrirspurninni reyndist því miður ekki unnt að afla þeirra.


Fylgiskjal.


    Á tímabilinu 1.1.2000–12.10.2003 hafa varðskipin gert búnaðarskoðun um borð í alls 1.035 skipum. Af þeim fjölda voru 362 án athugasemda en 673 með athugasemd og þar af 93 dæmd óhaffær. Samtals voru skoðuð 13.586 atriði og athugasemdir gerðar í 1.470 tilvikum. Skipting athugasemda og niðurstöður voru eftirfarandi:

B100 SKIPSSKJÖL 8 Hringur brotinn
B101 Haffærisskírteini/Skoðunarvottorð: 183 Merking ólæsileg eða vantar
870 Í lagi 4 Bjarghringsljós í ólagi
84 Skip án haffæris 0 Brotinn – merking ólæsileg eða vantar –
38 Skjöl ekki um borð ljós í ólagi
B102 Mælibréf: 2 Brotinn – merking ólæsileg eða vantar
906 Í lagi 1 Brotinn – ljós í ólagi
8 Mælibréf ekki í gildi 7 Merking ólæsileg eða vantar – ljós í ólagi
31 Skip án mælibréfs B203 Siglingaljós:
B103 Þjóðernisskírteini: 879 Í lagi
654 Í lagi 56 Siglingaljós ekki í lagi
7 Skírteini ekki um borð B204 Frífljótandi neyðarbauja:
7 Rangt nafn á skírteini 398 Í lagi
B104 Eftirlitsbók: 3 Neyðarbauju vantar
635 Í lagi B205 Navtex:
69 Engin eftirlitsbók um borð 339 Í lagi
B105 Olíudagbók: 60 Móttökutæki ekki virkt
635 Í lagi B206 Öryggisplan:
5 Olíudagbók ekki til staðar 388 Í lagi
2 Undirskrift vantar 24 Öryggisplan vantar
B106 Stöðugleikagögn: B207 Neyðaráætlun:
485 Í lagi 398 Í lagi
80 Stöðugleikagögn vantar 16 Neyðaráætlun vantar
B107 Númer, nafn og umdæmisbókstafir: B208 Leiðari:
921 Í lagi 412 Í lagi
15 Óviðunandi ástand merkingar 20 Leiðari ekki í lagi
13 Merkingu vantar 33 Leiðari ekki um borð
B108 Sorpdagbók: B209 Sjókort:
96 Í lagi 692 Í lagi
29 Engin sorpdagbók um borð 170 Ekki í lagi
31 Sorpdagbók ekki færð
0 Undirskrift vantar B300 ANNAÐ
B301 Björgunaræfingar:
B200 BÚNAÐUR 412 Í lagi
B201 Björgunarbátar: 164 Björgunaræfingar ekki skráðar í eftirlitsbók
908 Í lagi B302 Hlustvarsla:
3 Frágangur ekki í lagi 808 Í lagi
26 Skoðun útrunnin 117 Hlustun ekki í gangi
3 Merkingu vantar B303 Nýliðafræðsla:
B202 Bjarghringir: 555 Í lagi
725 Í lagi 81 Fræðsla hefur ekki farið fram


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Skyndiskoðanir varðskipa frá 1. janúar 2000 til 12. október 2003.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.






Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.












    
    



    Súluritið sýnir þróun athugasemda í skyndiskoðunum. Benda má á að á árinu 2000 voru gerðar athugasemdir í um 75% af búnaðarskoðunum en á árinu 2003 er hlutfallið komið niður í tæp 53%.