Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 407. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 546  —  407. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um framlög til forvarna gegn ólöglegum fíkniefnum og meðferðar ungra fíkniefnaneytenda.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.



     1.      Hver eru framlög hins opinbera til forvarna gegn ólöglegum fíkniefnum, hverjir fá þau greidd og hversu mikið hver?
     2.      Hver eru framlög hins opinbera til meðferðar ungra fíkniefnaneytenda?
     3.      Hver voru árleg framlög hins opinbera til forvarna gegn ólöglegum fíkniefnum að núvirði árin 1995–2003, hverjir fengu þau greidd og hversu mikið hver?
     4.      Hver voru árleg framlög hins opinbera til meðferðar ungra fíkniefnaneytenda árin 1998–2003 að núvirði?
     5.      Hver eru áætluð framlög hins opinbera til forvarna gegn ólöglegum fíkniefnum árið 2004, hverjir fá þau greidd og hversu mikið hver?
     6.      Hver eru áætluð framlög hins opinbera til meðferðar ungra fíkniefnaneytenda árið 2004?


Skriflegt svar óskast.