Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 504. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 896  —  504. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Grétars Mars Jónssonar um viðvörunarskeyti umframafla.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mörg viðvörunarskeyti hefur Fiskistofa sent út til skipstjórnarmanna á hverju ári sl. þrjú ár um umframafla, annars vegar á krókabátum og hins vegar á öðrum fiskiskipum? Svar óskast sundurliðað eftir skráningarumdæmum fiskiskipa.

    Ráðuneytið sendi fyrirspurnina til Fiskistofu og fylgir hér með svar hennar.
    Upplýsingar þessar eru unnar upp úr tölvukerfi Fiskistofu um skeytasendingar vegna umframafla, en haldið hefur verið utan um þær upplýsingar rafrænt frá 12. febrúar 2002 og miðast þær við þann tíma.

Fjöldi símskeyta vegna umframafla.


Ár Einkennisstafir Krókabátar Önnur fiskiskip Samtals
2002 AK 3 13 16
ÁR 11 99 110
BA 53 170 223
EA 19 76 95
GK 150 245 395
HF 8 36 44
HU 8 5 13
ÍS 90 97 187
KE 27 50 77
2 10 12
MB 7 0 7
NK 1 11 12
NS 3 10 13
ÓF 0 21 21
RE 4 104 108
SF 1 60 61
SH 71 174 245
SI 5 8 13
SK 4 25 29
ST 11 19 30
SU 26 68 94
VE 8 220 228
ÞH 9 63 72
Samtals 521 1.584 2.105
2003 AK 1 20 21
ÁR 7 60 67
BA 33 134 167
EA 21 45 66
GK 91 159 250
HF 3 34 37
HU 15 23 38
ÍS 80 63 143
KE 15 28 43
MB 1 0 1
NK 7 7 14
NS 7 6 13
ÓF 0 2 2
RE 5 52 57
SF 6 62 68
SH 47 109 156
SI 1 2 3
SK 3 4 7
ST 6 6 12
SU 22 43 65
VE 12 132 144
ÞH 6 28 34
Samtals 389 1.019 1.408
2004 ÁR 0 5 5
BA 0 5 5
EA 2 7 9
GK 18 8 26
HF 0 5 5
HU 2 3 5
ÍS 15 6 21
KE 0 3 3
NS 0 1 1
RE 0 2 2
SF 1 0 1
SH 4 15 19
SK 1 0 1
ST 1 0 1
SU 1 3 4
VE 2 8 10
ÞH 2 0 2
Samtals 49 71 120
Tímabil samtals 959 2.674 3.633
Tímabilið nær frá 12. febrúar 2002 til 9. febrúar 2004.