Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 609. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 917  —  609. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um kostnaðargreiningarkerfi í heilbrigðisþjónustu.

Frá Láru Margréti Ragnarsdóttur.



     1.      Hvers vegna þáðu heilbrigðisyfirvöld á Íslandi ekki boð sem þau fengu á áttunda áratugnum um faglega og fjárhagslega aðstoð við að þróa og byggja upp á sjúkrahúsum DRG-kerfi (Diagnostic Related Groups, áætlana- og kostnaðargreiningarkerfi), sem nú er verið að þróa á LSH, þegar kerfið hafði á þeim tíma, þ.e. fyrir um 20 árum, verið tekið í notkun með ágætum árangri í ýmsum ríkjum sem við miðum okkur við?
     2.      Hvenær hófst kynning á DRG-kerfinu í læknis- og hjúkrunarkennslu á Íslandi?
     3.      Var rætt um eða það skoðað að taka upp kostnaðargreiningarkerfi á Landspítala, Borgarspítala og Landakotsspítala fyrir sameiningu þeirra?
     4.      Var rætt um eða það skoðað að bíða með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík þar til kostnaðargreiningarkerfi hefði verið sett upp þannig að auðveldara yrði að meta árangur og hagræðingu af sameiningu sjúkrahúsanna?


Skriflegt svar óskast.