Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 619. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 927  —  619. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um aðsókn að Háskóla Íslands.

Frá Katrínu Júlíusdóttur.



     1.      Hvernig ætlar ráðherra að bregðast við aukinni aðsókn að Háskóla Íslands?
     2.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að Háskóli Íslands fái greiðslu fyrir stúdenta sem sóttu þar nám en ekki var greitt með á árunum 2001, 2002 og 2003?
     3.      Hvernig telur ráðherra að Háskóli Íslands hefði átt að bregðast við aukinni aðsókn frá árinu 2001? Hefði átt að grípa til fjöldatakmarkana og ef svo er, hvernig sér ráðherra slíkar takmarkanir fyrir sér?