Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 727. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1080  —  727. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um málefni Þróunarsjóðs sjávarútvegsins.

Frá Birki J. Jónssyni.



     1.      Hverjar hafa lánveitingar Þróunarsjóðs sjávarútvegsins til nýsköpunar í sjávarútvegi verið frá árinu 1994? Hverjir hafa fengið lánafyrirgreiðslu og hversu mikla?
     2.      Hefur Þróunarsjóður sjávarútvegsins greitt fyrir þátttöku sjávarútvegsfyrirtækja í verkefnum erlendis frá árinu 1994? Hverjir hafa fengið lánafyrirgreiðslu og hversu mikla?
     3.      Hvað hefur Þróunarsjóður sjávarútvegsins varið miklu fé til kaupa á fiskvinnslustöðvum og framleiðslutækjum þeirra á árabilinu 1994–1997? Hversu háir voru styrkirnir, sundurliðað eftir styrkþegum?
     4.      Hafa eignir Þróunarsjóðsins, úrelt fiskvinnsluhús og framleiðslutæki þeirra í einhverjum tilvikum verið seldar til áframhaldandi reksturs við fiskvinnslu? Ef svo er, í hvaða tilvikum og með hvaða rökstuðningi?
     5.      Hvað hefur Þróunarsjóður sjávarútvegsins varið miklu fé, í formi styrkja, til úreldingar fiskiskipa frá árinu 1994? Hversu háir voru styrkirnir, sundurliðað eftir styrkþegum?


Skriflegt svar óskast.