Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 205. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1550  —  205. mál.
Nefndarálitum till. til þál. um eflingu umferðaröryggis á þjóðvegum.

Frá samgöngunefnd.    Nefndin hefur fjallað um málið. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Ferðamálaráð Íslands, Ferðaþjónusta bænda hf., Félag hópferðaleyfishafa, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, Landspítali – háskólasjúkrahús, Landvari – félag íslenskra vöruflytjenda, lögreglan í Reykjavík, ríkislögreglustjóri, Samband íslenskra sveitarfélaga, samgönguráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landssamband björgunarsveita, Trausti – félag sendibílstjóra, Tryggingamiðstöðin hf., Umferðarstofa, Vátryggingafélag Íslands hf. og Vegagerðin sendu nefndinni umsagnir um málið.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að nefnd verði skipuð til að meta og gera tillögur um hvernig bæta megi umferðaröryggi á þjóðvegum og er tilgreint nánar hvaða atriði skuli helst skoða.
    Samgöngunefnd vekur athygli á að þegar eru starfandi nokkrir aðilar á vegum ríkisins sem hafa það að markmiði að efla umferðaröryggi en nefndin telur að starf þeirra sé almennara en það sem í tillögunni er gert ráð fyrir að kannað verði. Mikilvægt er að stöðugt sé hugað að eflingu umferðaröryggis og þá ekki síst á þjóðvegum landsins en þar verða flest alvarleg umferðarslys.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    Við tillögugreinina:
     a.      Í stað orðsins „dómsmálaráðherra“ í 1. mgr. komi: samgönguráðherra.
     b.      Í stað dagsetningarinnar „1. september 2004“ í 3. mgr. komi: 1. mars 2005.

    Þuríður Backman sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er hún samþykk áliti þessu.
    Kristinn H. Gunnarsson og Birkir J. Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 27. apríl 2004.


Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Lára Margrét Ragnarsdóttir.


Guðjón Hjörleifsson.Ásta R. Jóhannesdóttir.


Einar Már Sigurðarson.


Jóhann Ársælsson.Guðjón A. Kristjánsson.