Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 407. máls.
130. löggjafarþing 2003–2004.
Þskj. 1868  —  407. mál.
Svarheilbrigðisráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar um framlög til forvarna gegn ólöglegum fíkniefnum og meðferðar ungra fíkniefnaneytenda.

     1.      Hver eru framlög hins opinbera til forvarna gegn ólöglegum fíkniefnum, hverjir fá þau greidd og hversu mikið hver?
    Fyrirspyrjandi spyr um framlög hins opinbera til forvarna. Ráðuneytinu er einungis unnt að svara því sem snýr að því og stofnunum þess.
    Ýmsar stofnanir hins opinbera beita sér fyrir forvörnum gegn fíkniefnum án þess að framlög til stofnana séu sérstaklega mörkuð þeim verkefnum. T.d. sinnir landlæknisembættið þessum málum með ýmsum hætti. Svipað á við um ýmsar heilbrigðisstofnanir.
    Áfengis- og vímuvarnaráð hefur frá stofnun 1999 haft umsjón með Forvarnasjóði. Með stofnun Lýðheilsustöðvar 1. júlí 2003 færðist umsýsla Forvarnasjóðs til stöðvarinnar sem skal ráðstafa fé úr Forvarnasjóði skv. 7. gr. laga nr. 96/1995, um gjald af áfengi og tóbaki, til verkefna á sviði áfengis- og vímuvarna í samráði við ráðherra að fengnum tillögum áfengis- og vímuvarnaráðs. Framlag til sjóðsins á fjárlögum 2003 var 78,6 millj. kr. Ráðstöfun framlagsins kemur fram í svari við 3. lið, ásamt listum yfir úthlutanir Forvarnasjóðs 1999–2004. Auk þess má geta þess að ráðherra veitir ætíð hluta af ráðstöfunarfé sínu, sem er 8 millj. kr., til forvarna.

     2.      Hver eru framlög hins opinbera til meðferðar ungra fíkniefnaneytenda?

    Ábyrgð á meðferð ungra fíkniefnaneytenda er einkum á hendi félagsmálaráðuneytis og undirstofnana þess. Þó má geta þess að framlag ríkisins til reksturs unglingadeildar SÁÁ (að 19 ára aldri) árið 2003 var 53 millj. kr. á því ári.

     3.      Hver voru árleg framlög hins opinbera til forvarna gegn ólöglegum fíkniefnum að núvirði árin 1995–2003, hverjir fengu þau greidd og hversu mikið hver?

    Fram til ársins 1997 voru á fjárlögum ríkisins framlög til áfengisvarna og bindindismála. Frá og með 1997 voru veitt framlög til Forvarnasjóðs. Árleg framlög ríkissjóðs til forvarna hafa verið með eftirgreindum hætti frá árinu 1995:

Tafla 1. Framlög til forvarna 1995–2003.
  1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003
Verðlag ársins 29,5 50 55 55 55 70,6 80,3 82,5 78,6
Verðlag 2003 38,7 64,2 69,3 68,2 65,9 80,6 85,9 84,2 78,6

    Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir fjármuni Forvarnasjóðs samkvæmt fjárlögum árin 1999– 2003.

Tafla 2. Fjárlög – Forvarnasjóður 1999–2001.
1999 2000 2001 2002 2003
Forvarnasjóður, alls (millj. kr.)
– Rekstur
– Forvarnasjóður, 1% af áfengisgjaldi
– Viðbót fjárlagan. + leiðrétt v. gjalda
55,0
7,0
48,0
70,60
7,20
53,40
10,00
80,30
7,40
63,40
9,50
82,50
7,90
69,00
5,6
78,60
8,10
69,00
Þar af ráðstafað til verkefna, rannsókna og áfangaheimila (millj. kr.)
– Verkefni
– Áfangaheimili
(65%)
35,85
25,85
10,00
(68%)
48,12
36,50
10,00
(71%)
57,05
40,95
10,00
(61%)
50,30
40,30
10,00
(59%)
45,27
25,27
10,00


     4.      Hver voru árleg framlög hins opinbera til meðferðar ungra fíkniefnaneytenda árin 1998–2003 að núvirði?

    Framlög til meðferðar ungra fíkniefnaneytenda eru fyrst og fremst vegna starfrækslu meðferðarheimila fyrir börn og unglinga að 18 ára aldri á vegum Barnaverndarstofu, sem er á forræði félagsmálaráðuneytis. Framlög til heilbrigðisstofnana eru ekki mörkuð þessum hópi sérstaklega. Sérstök unglingadeild hefur þó verið starfrækt hjá SÁÁ frá árinu 2002.

     5.      Hver eru áætluð framlög hins opinbera til forvarna gegn ólöglegum fíkniefnum árið 2004, hverjir fá þau greidd og hversu mikið hver?
    Framlög heilbrigðis- og tryggingmálaráðuneytis til forvarna gegn ólöglegum fíkniefnum eru veitt samkvæmt tillögum Forvarnasjóðs. Framlag til sjóðsins á fjárlögum 2004 er 82 millj. kr. Úthlutun styrkja fór fram 26. maí sl. samkvæmt meðfylgjandi yfirlit um úthlutun 2004.

     6.      Hver eru áætluð framlög hins opinbera til meðferðar ungra fíkniefnaneytenda árið 2004?

    Eins og fyrr greinir er meðferð ungra fíkniefnaneytenda á hendi stofnana félagsmálaráðuneytis, en framlag ríkisins til unglingadeildar SÁÁ er um 55 millj. kr.


Fylgiskjal.


Forvarnarsjóður.
Úthlutanir 1999–2004.


    Auk verkefna, sem koma fram á meðfylgjandi listum, hefur hluta af Forvarnasjóði verið varið til rannsókna til að grundvalla frekara forvarnastarf á m.a. ESPAD 1999 (European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs), Ungt fólk 2000, Ungt fólk í framhaldsskólum 2000, Ungt fólk utan framhaldsskóla 2001 og könnun á áfengis- og vímuefnaneyslu meðal almennings 2001. Vaxandi áhersla er lögð á að meta verkefni sem njóta hárra fjárframlaga úr sjóðnum með tilliti til framkvæmdar og árangurs. Tvö stór verkefni hafa verið metin á þennan hátt: Sveitarfélagaverkefni SÁÁ og heilbrigðisráðuneytisins og Ísland án eiturlyfja. Þá hefur áfengis- og vímuvarnaráð annast umfangsmikla gagnasöfnun á afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu á Íslandi sem fram kemur í skýrslunni „Áfengi og önnur vímuefni – ýmsar tölulegar upplýsingar“. Loks hefur allur rekstur og innra starf áfengis- og vímuvarnaráðs, m.a. laun fjögurra starfsmanna og fulltrúa í áfengis- og vímuvarnaráði, útgáfa og auglýsingar verið greiddar af Forvarnasjóði.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.
Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.