Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum

Mánudaginn 07. mars 2005, kl. 16:20:21 (5411)


131. löggjafarþing — 84. fundur,  7. mars 2005.

Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

495. mál
[16:20]

Halldór Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil vekja athygli hv. þingmanns á því að í 20. gr. laganna þar sem fjallað er um nýtingu hlunninda segir svo, með leyfi forseta:

„Andaregg og heiðagæsaregg, sem tekin eru samkvæmt ákvæðum þessarar málsgreinar, má hvorki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja að gjöf.“

Hins vegar er látið duga þegar talað er um rjúpuna, með leyfi hæstv. forseta:

„Óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja fugla og afurðir fugla sem ráðherra hefur bannað sölu á skv. 1. mgr.“

Nú vil ég spyrja hv. þingmann: Hvers vegna gildir mismunandi regla um rjúpuna og um eggin? Það má ekki gefa eggin. En það má gefa rjúpuna. Ég skil ekki alveg. Það má hvorki gefa né þiggja egg sem tekin eru þar sem bændur hafa slík hlunnindi, eggjahlunnindi. Hvers vegna var ekki sama orðalag haft um rjúpuna?