Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 15:03:19 (5472)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[15:03]

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta þess að við upphaf þessarar umræðu var gert ráð fyrir að 10. og 11. dagskrármálið yrðu rædd saman. Það voru mistök sem leiðréttast hér með. Við ræðum því nú 10. mál á dagskrá, samkeppnislög, en munum að lokinni þeirri umræðu taka saman til umræðu 11. og 12. dagskrármálið sem lúta að eftirliti með óréttmætum viðskiptaháttum og Neytendastofu.