Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 15:04:06 (5473)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[15:04]

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég get ekki brugðist við öllum þeim atriðum sem komu fram hjá hv. þingmanni sem vissulega voru mörg.

Í fyrsta lagi vil ég segja í sambandi við af hverju tekið var út ákvæðið um að stjórnarmenn megi ekki hafa beinna eða verulegra hagsmuna að gæta í atvinnustarfsemi, að þetta ákvæði þótti of takmarkandi því í raun má segja að þá væru bara embættismenn og fræðimenn hæfir til að sitja í stjórn. — Tíminn er svona óskaplega stuttur, já.

Síðan í sambandi við 17. gr. og c-liðinn þá verður þetta ákvæði ekki í samræmi við samkeppnisreglur Evrópusambandsins ef það yrði haft óbreytt í lögunum. Þess vegna er það tekið út. Í raun má segja að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Eftirlitsstofnun EFTA og norsk samkeppnisyfirvöld hafa — nú, þetta var bara of stutt, hæstv. forseti. Ég stoppa hér.