Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 16:50:50 (5508)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[16:50]

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður var fyrsti hv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem tók til máls og hélt ræðu og má segja að hún endurómi að einhverju leyti þær hugmyndir sem búa að baki því að Sjálfstæðisflokkurinn lagði frumvarpið fram.

Mig langar í örstuttu andsvari að taka undir þau sjónarmið sem fram komu hjá hv. þingmanni varðandi 22. gr., það er mjög mikilvægt hvað varðar friðhelgi heimilisins að allar heimildir sem eftirlitsstofnanir hafa séu mjög nákvæmlega skilgreindar í lögum, ég vil taka undir það sjónarmið.

Hv. þingmaður hafði orð á því í ræðu sinni að kerfisbreytingarnar væru til bóta. Mig langaði ekki að koma upp til annars en að spyrja hv. þingmann, af því að hann er fyrsti talsmaður Sjálfstæðisflokksins í umræðunni: Styður hv. þingmaður frumvarpið sem hér er til umræðu eða ekki?