Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 16:52:03 (5509)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[16:52]

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég fór yfir það í ræðu minni að ég tel að gera þurfi breytingar á frumvarpinu eins og það er lagt fram. Ég þykist vita að hverju hv. þingmaður var að ýja með spurningu sinni, en ég geri ráð fyrir því að þegar gengið verður til atkvæða um frumvarpið muni skoðun mín koma í ljós og ég geri ráð fyrir að ég styðji það. Ég tel að frumvarpið sé til bóta miðað við gildandi rétt á sviði samkeppnismála, þrátt fyrir að ég vildi hugsanlega fara einhverjar aðrar leiðir á því sviði.