Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 17:00:35 (5516)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[17:00]

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég er með örstutta ábendingu, e.t.v. meira lögfræðilega en pólitíska. Ég hef skilið það þannig að ef innleiðing EB-tilskipunar tekst ekki að einhverju leyti taki tilskipunin ekki gildi að því er það varðar sem ekki er innleitt. Það leiðir hins vegar hugsanlega til skaðabótaskyldu íslenska ríkisins og það gæti hugsanlega orðið, en ólíklega, um þau úrræði sem hv. þm. Sigurður Kári Kristjánsson gerði að umtalsefni, þ.e. um húsleit o.fl. Ef þau eru ekki beinlínis lögfest með þessum nýju samkeppnislögum getur maður ekki stuðst við EB-löggjöfina.

Til eru dæmi um ófullnægjandi innleiðingu EB-tilskipunarinnar, ég nefni lög um ríkisábyrgð á launum og nú síðast lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum.