Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 17:16:20 (5525)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[17:16]

Lúðvík Bergvinsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vildi aðeins í örstuttu andsvari vekja athygli á því að þær tillögur sem nefndin lagði til eru ekki margar og ekki mjög efnismiklar. Þess vegna er mjög auðvelt að fara yfir það hvaða tillögur hugmyndin er að lögfesta og hverjar ekki. Það gengur ekki heldur að skýla sér á bak við það að nú sé að störfum nefnd sem skoði hvernig verkaskipting skuli vera milli samkeppnisyfirvalda og lögregluyfirvalda. Það er fyrirsláttur. Kjarni málsins er í raun og veru sá að nefndin skilar tillögum sem í litlu sem engu er farið eftir að því undanskildu að samkeppniseftirlitinu sjálfu er breytt.