Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 17:22:09 (5529)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[17:22]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Þetta eru fyrstu merki þess að maður heyri það á framsóknarmönnum að þeir séu að átta sig. Þeir eru að átta sig á því að það hafi verið röng forgangsröðun að fjölga sendiherrum um 70% á sama tíma og ekki var fjölgað starfsmönnum á stofnun sem ítrekað hafði verið lofað, m.a. þegar verið var að taka ákvörðun um sölu Símans. Mér finnst það mjög gott mál.

Ég áttaði mig ekki á þessum rökum þó svo að annars staðar sé eitthvert slíkt fyrirkomulag. Er eitthvað í starfsemi stofnunarinnar og hvernig forstjórinn hefur starfað sem kallaði á þá þörf að horfa yfir öxlina á honum? Bent er á meðalhófsreglu en það er einmitt þannig að allir embættismenn eiga að gæta meðalhófs. Var eitthvað þarna sérstaklega sem kallaði á þetta? Því þarf að svara en ekki hvernig þetta er annars staðar.