Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 17:23:19 (5530)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[17:23]

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég sagði ekki að röng forgangsröðun hefði verið í gangi heldur að nú væri röðin komin að Samkeppnisstofnun. Við höfum verið að gera marga góða hluti þar á undan og nú er röðin komin að þessum málaflokki. Ég vil bara halda því til haga. Ef fyrirkomulag virkar vel annars staðar af hverju ættum við þá ekki að taka það upp á fleiri stöðum? Mér finnst það vera rök í málinu.

Ég er þeirrar skoðunar að það væri mjög til bóta fyrir hinn nýja forstjóra að vera ekki skipaður af ráðherra.