Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 17:26:21 (5532)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[17:26]

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir kom inn á álit Samtaka atvinnulífsins og ákveðinna hv. þingmanna sem hafa talað í dag. Ég er mjög ánægð með að þeir aðilar skuli hafa skipt um skoðun og séu sammála okkur í því að efla samkeppnisyfirvöld í landinu og ég sé ekki að það sé mikið vandamál í þessu máli að þeir skuli vera með okkur í því.

Varðandi húsleitarheimildina var málsmeðferðin sú að hæstv. viðskiptaráðherra lagði sjálf til að það ákvæði yrði tekið út. Um það var fjallað í þingflokki Framsóknarflokksins til að upplýsa hv. þingmann um það sem fer fram þar innan dyra. En það er alveg ljóst að það kom í ljós að þetta ákvæði er ekki í samræmi við evrópskan samkeppnisrétt og er hálfgerður bastarður eins og sumir hafa orðað það og þess vegna var ákveðið að taka það út.