Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 17:48:44 (5541)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[17:48]

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hér takast auðvitað á athyglisverð sjónarmið og ég þykist vita að við hv. þm. Birgir Ármannsson þyrftum lengri tíma til að ræða þetta og undir öðrum kringumstæðum. En aðalatriðið er að ég vil rjúfa þessi tengsl. Ég vil efla lýðræðið og það tel ég best gert með því að styrkja löggjafarvaldið og dómsvaldið og veikja framkvæmdarvaldið.