Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 17:51:27 (5543)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[17:51]

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er verið að tékka af atvinnulífið en ekki ríkið og ekki opinberar stofnanir, sagði hv. þingmaður. Málið snýst um að hagsmunir almennings séu ekki fyrir borð bornir hvort sem ríkið á í hlut eða einkafyrirtæki. Við sjáum í dag einkafyrirtæki sem eru orðin svo ógnvænlega stór að veruleg þörf er á því að almenningur, einstaklingarnir í þjóðfélaginu njóti ýtrustu verndar. Þess vegna hef ég sagt og það er svar mitt til hv. þingmanns: Ég vil einkavæða stjórnsýslulögin og ég vil einkavæða upplýsingalögin.