Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 17:52:30 (5544)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[17:52]

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Herra forseti. Sjaldan hefur mér brugðið eins og nú. Ef það ætti að fara að einkavæða framkvæmdarvaldið þá hygg ég að mörgum mundi bregða við.

Hv. þingmaður svaraði ekki því hver ætti að tékka af þessar eftirlitsstofnanir, sjá til þess að þær færu að lögum, hver ætti að sjá til þess að þær sinntu sínu hlutverki ef þær heyrðu beint undir Alþingi, sem er með eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu. Ekki getur Alþingi haft eftirlit með sjálfu sér.