Samkeppnislög

Þriðjudaginn 08. mars 2005, kl. 17:53:18 (5545)


131. löggjafarþing — 85. fundur,  8. mars 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[17:53]

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Nú erum við komnir að grundvallarvandamáli sem hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Ég veit ekki hvort það var Cicero eða hver minntist á það, þ.e. spurninguna: Hver á að hafa eftirlit með eftirlitsmönnunum? Ég hef ekki svar við því að öðru leyti en að ég treysti Alþingi til að haga löggjöf þannig að það verði í lagi.