Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð

Miðvikudaginn 16. mars 2005, kl. 14:44:08 (5939)


131. löggjafarþing — 91. fundur,  16. mars 2005.

Framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð.

146. mál
[14:44]

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil bara þakka hv. þm. Margréti Frímannsdóttur fyrir. Ég held að þetta sé nákvæmlega punkturinn, það eru gríðarlega jákvæð samfélagsáhrif sem fylgja framhaldsskóla, ekki síst fyrir atvinnulífið. Samfélag menntaðs fólks á svæðinu mun eflast og gera það byggilegra. Svona stofnanir geta séð um símenntun og endurmenntun þannig að það er rétt sem kemur fram hjá hv. þingmanni, við eigum að halda áfram á þessari braut. Eins og ég segi vona ég að það verði gert.