Húsnæðislán sparisjóðanna

Mánudaginn 21. mars 2005, kl. 15:34:05 (6102)


131. löggjafarþing — 93. fundur,  21. mars 2005.

4. fsp.

[15:34]

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. félagsmálaráðherra fyrir svörin. Eins og hann kom inn á er ekki um það að ræða að Íbúðalánasjóður kaupi veðbréf sem eru á 2. veðrétti í þeim íbúðum þar sem hann er jafnframt með lán á 1. veðrétti. Þá spyr maður sig náttúrlega: Hver kaupir þau lán? Þau eru að sjálfsögðu miklu áhættusamari en þau lán sem eru á 1. veðrétti.

Ég þakka aftur fyrir svörin og það róar mig að menn skuli ekki hafa farið þessa leið.