131. löggjafarþing — 118. fundur,  27. apr. 2005.

Vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

495. mál
[00:25]

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. umhverfisráðherra fyrir að koma með þessar upplýsingar. Þær eru vissulega athyglisverðar og gagnlegar í þessari umræðu. Það er þá alveg ljóst að fulltrúi Bændasamtakanna stendur að þessum tillögum með rjúpnanefndinni. Það er ánægjulegt og gott til þess að vita, þó svo þar sé þá skoðanaágreiningur við niðurstöðu búnaðarþingsins.

Eins og ég sagði áðan geri ég ekki að þessi sjónarmið búnaðarþings að mínum, alls ekki, en þótti rétt að geta um þau í ræðu minni þar sem þau höfðu ekki komið fram áður í umræðunni.