Lánasjóður landbúnaðarins

Föstudaginn 06. maí 2005, kl. 15:45:26 (8161)


131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Lánasjóður landbúnaðarins.

786. mál
[15:45]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tek undir með hv. þm. Margréti Frímannsdóttur að þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða strax næsta haust, að skoða einmitt stöðu þeirra sem greitt hafa inn í sjóðinn. Eins og ég sagði áðan er hægt að greiða lánin upp hvenær sem er. Það er enginn lántakandi í sjóðnum bundinn, hvert sem sjóðurinn fer, hann getur ráðið því sjálfur og getur greitt upp lán sín án uppgreiðslugjalds hvenær sem er og það hefur líka verið þannig hjá Lánasjóði landbúnaðarins.