Lánasjóður landbúnaðarins

Föstudaginn 06. maí 2005, kl. 16:21:04 (8163)


131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Lánasjóður landbúnaðarins.

786. mál
[16:21]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er varla að maður nenni að í andsvar við hv. þingmann en ég verð samt að verja landbúnaðarnefnd. Málið var ekki afgreitt af neinni léttúð eða þjösnahætti, heldur fékk málið mjög góða yfirferð. Eins og fram hefur komið kom fjöldi gesta til nefndarinnar. Við fengum mjög góða yfirferð yfir málið 22. mars, sem hv. þingmaður að sjálfsögðu gat ekki um í sínu máli. Það er mjög mikilvægt að þessu máli ljúki núna í vor.

Staðan var orðin þannig að sjóðnum var að blæða út. Uppkaup hafa verið gríðarlega mikil og þau eru ekki nýtilkomin. Þau hafa líklegast staðið yfir í um tvö ár og með allra mesta móti nú á haustmánuðum. Rökin eru þau að sjóðnum er bara að blæða. Með frumvarpinu er brugðist við ákveðinni staðreynd og við fylgjum því eftir.