Lánasjóður landbúnaðarins

Föstudaginn 06. maí 2005, kl. 16:22:22 (8164)


131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Lánasjóður landbúnaðarins.

786. mál
[16:22]

Frsm. minni hluta landbn. (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég veit ekki annað en að hin hefðbundnu vinnubrögð við mál sem vísað er til nefndar séu að leitað sé skriflegra umsagna um þau. Það eru hin hefðbundnu vinnubrögð og undirstaða vandaðra vinnubragða. Það er mjög óvenjulegt ef því er hafnað, frú forseti, án nokkurs rökstuðnings. Kannski hefur hv. formaður landbúnaðarnefndar og meiri hluti nefndarinnar ekki þorað það, kannski, en slík vinnubrögð eru undantekning. Ég minnist þess varla að því hafi verið hafnað að senda mál til skriflegrar umsagnar. Eins kom málið seint fram og þurfti að leita sérstakra afbrigða vegna þess að það kom fram á síðasta degi, upp á það að skila því inn til nefndar áður nefndarstörf hófust og er gert var hlé á formlegum fundum þingsins. Þannig er öll aðkoma þessa máls. (Forseti hringir.) Hvernig það er boðið fram ber vott um virðingarleysi og (Forseti hringir.) lítinn áhuga á að það að fái vandaða meðferð.

(Forseti (JBjart): Forseti bendir hv. þingmanni á að hann á annan kost á að halda áfram máli sínu.)